sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flutt í borgina

odinn@eidfaxi.is
11. desember 2013 kl. 17:21

Stafholtsveggir 2

Stikkorð

Jörð

Glæsileg aðstaða til leigu.

Birna Tryggvadóttir og Agnar Þór Magnússon hafa nú auglýst  jörð sína í Borgarfirði til leigu.

En það er jörðin Stafholtsveggir 2 en á jörðinni er fjárhús, stíur fyrir 40 hesta, smá inniaðstaða og 70 fermetra íbúð.

Þarna er til leigu fullbúin tamningarstöð tilbúin til rekstrar, en Birna og Agnar Þór hafa ákveðið að flytja sig á höfuðborgarsvæðið.

Þau voru nú í haust tilnefnd til ræktunarmanna ársins, Birna er á síðustu vikum meðgöngu og Agnar sagði í viðtali að hann væri búinn að leigja aðstöðu til tamninga á svæði hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi.

Meðal hrossa sem sýnd voru frá þeim voru stóðhestarnir Laxnes frá Lambanesi sem seldur var í sumar og er nú í þjálfun á Króki í Ásahrepp og Hersir frá Lambanesi sem jafnaði árangur Glyms frá Innri-Skeljabrekku sem mesti hæfileikahestur í röðum 4 vetra stóðhesta. 

Fyrir áhugasama hljóðar auglýsingin eftirfarandi:

Til leigu er jörðin Stafholtsveggir 2. í Borgarfirði. Fjárhús, stíur fyrir 40 hesta, smá inniaðstaða. Innangeng 70 fm. íbúð frá útihúsum. Allar nánari upplýsingar; Email:stafholtsveggir2@gmail.com S.699-6116/899-8886. 

Eftirfarandi atriði komi fram í umsókn. 

1. Menntun á sviði landbúnaðar og önnur hagnýt menntun 
2. Starfsreynsla í landbúnaði 
3. Trygging leigugreiðslna 
4. Leigutími (tímabundið eða ótímabundið) 
5. Fyrirætlanir leigutaka í meginatriðum um hagnýtingu 
6. Annað sem leigutaki vill taka fram. 

Skila skal umsókn inn á netfang stafholtsveggir2@gmail.com eða heimilisfang: Stafholtsveggir ehf. Stafholtsveggjum 2, 311 Borgarnes 


Stafholtsveggir ehf. áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.