þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flug á Fákaflugi

Jens Einarsson
29. júlí 2010 kl. 14:59

Úrval alhliða gæðinga í keppni

Fákaflug á Vindheimamelum hefst í fyrramálið, föstudag klukkan 09.00, með yfirlitssýningu kynbótahrossa. Um 100 kynbótahross voru fordæmd nú í vikunni. Góð þáttaka er í A og B flokki gæðinga, fimmtíu hross í hvorum flokki. Þrjátíu keppendur taka þátt í töltkeppni. Alls eru 216 skráningar í gæðingakeppni og kappreiðum.

Mörg góð hross eru skráð til leiks í gæðingakeppninni, einkum í A flokki gæðinga. Má þar nefna hæst dæmda kynbótahross ársins, Þóru frá Prestsbæ, knapi Þórarinn Eymundsson. Þá er Dagur frá Strandarhöfði skráður, Vörður frá Ábæ, Glettingur frá Steinnesi, Sindri frá Vallanesi og hæfileikaþruman Vænting frá Brúnastöðum. Hans Kjerúlf er skráður í töltið á Sigri frá Hólabaki. Af öðrum þekktum klárhestum má nefna Punkt frá Varmalæk og Penna frá Glæsibæ.

Mikið er lagt í skemmtidagskrá á Fákaflugi. Landsfrægir tónlistarmenn verða á svæðinu, svo sem Helgi Björnsson og Magni. Og að sjálfssögðu munu svo skagfirskir fjallatenórar sjá til þess að fjöllin ómi af söng.