fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flottir skeiðsprettir

26. júlí 2014 kl. 17:56

Sólbjartur og Ísólfur

B úrslit í fimmgangi í opnum flokki.

Ísólfur Líndal sigraði B úrslitin sem þýðir það að þeir Sólbjartur frá Flekkudal og Ísólfur munu mæta í A úrslitin á morgun. Það voru flottir skeiðsprettir í úrslitunum og hver gæðingurinn á eftir öðrum tekinn til kostanna. Ísólfur Líndal var með flotta útfærslu á skeiði þar sem hann setti hestinn á stökk úr kyrrstöðu á miðri skammhlið.

Niðurstöður:

Niðurstöður fimmgangur opin flokkur B úrslit

1 Ísólfur Líndal Þórisson / Sólbjartur frá Flekkudal 7,48 
2 Hinrik Bragason / Þyrla frá Böðmóðsstöðum 2 7,38 
3 Róbert Petersen / Prins frá Blönduósi 7,21 
4 Edda Rún Ragnarsdóttir / Kinnskær frá Selfossi 7,10 
5 Bjarni Jónasson / Dynur frá Dalsmynni 7,07