miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flottar sýningar hjá börnunum

27. júní 2012 kl. 09:47

Flottar sýningar hjá börnunum

Keppni er hafin í milliriðlum í barnaflokki á þriðja degi Landsmóts. Brekkan er vel setin og greinilega mikil stemming í brekkunni en krakkarnir fá mikið klapp í lok sýninga sinna. Krakkarnir eru búin að sýna flottar sýningar og leggja sig öll fram. Eins og í b flokknum í gær hafa nokkrir krakkar lent í því að hestarnir kýrstökkvi hjá þeim. Telma Tómasdóttir var að ljúka við víga sýningu en hún byrjaði á því að hleypa af krafti en þó þannig að hesturinn skipti sér ekki og allt var vel undir stjórn. Telma kláraði síðan sýninguna á flottu tölti og allar  gangskiptingar á hárréttum stað. Flott hjá stelpunni. En hún og hesturinn hennar Taktur frá Torfunesi eru efst sem stendur með einkunnina 8,48