mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flottar klárhryssur

24. júlí 2013 kl. 12:15

Bylgja Gauksdóttir og Grýta frá Garðbæ

Miðssumarsýningin á Gaddsstaðaflötum

Bylgja Gauksdóttir sýndi Grýtu frá Garðabæ í dag á Hellu en Grýta hefur verið að gera það gott á keppnisvellinum síðustu ár, nú síðast á Íslandsmótinu í Borgarnesi þar sem þær voru í A úrslitum í tölti. 

Grýta fór í flottan dóm í dag en hún hlaut 9,5 fyrir tölt og er þetta fyrsta 9,5 sem gefin er í hæfileikaeinkunn á þessari kynbótasýningu. Grýta hlaut einnig 9,0 fyrir vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk. Grýta kom út í 8,26 fyrir hæfileika en hún hlaut 7,78 fyrir sköpulag sem gerir 8,07 í aðaleinkunn.

Viðar Ingólfsson sýndi Kringlu frá Jarðbrú í gær en hún hlaut fjórar 9,0 - fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Kringla hlaut í aðaleinkunn 8,25 - 8,26 fyrir hæfileika og 8,22 fyrir sköpulag

Dómur Grýtu og Kringlu:

IS2003225401 Grýta frá Garðabæ
Örmerki: 352098100004430
Litur: 7600 Móálóttur,mósóttur/dökk- einlitt
Ræktandi: Pálína Margrét Jónsdóttir
Eigandi: Pálína Margrét Jónsdóttir
F.: IS1994184553 Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1982284551 Rák frá Þúfu í Landeyjum
M.: IS1982225011 Fluga frá Garðabæ
Mf.: IS1974158602 Ófeigur frá Flugumýri
Mm.: IS1970258371 Þokkadís frá Dalsmynni
Mál (cm): 137 - 136 - 62 - 142 - 27,0 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,2 - V.a.: 7,1
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 7,0 = 7,78
Hæfileikar: 9,5 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 7,5 = 8,26
Aðaleinkunn: 8,07
Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 9,0
Sýnandi: Bylgja Gauksdóttir

IS2006265649 Kringla frá Jarðbrú
Örmerki: 352098100015079
Litur: 3700 Jarpur/dökk- einlitt
Ræktandi: Guðni Hólm Stefánsson, Sigríður Halla Stefánsdóttir
Eigandi: Guðni Hólm Stefánsson, Sigríður Halla Stefánsdóttir
F.: IS2000175485 Taktur frá Tjarnarlandi
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1988275485 Kórína frá Tjarnarlandi
M.: IS1991265801 Katla frá Þverá, Skíðadal
Mf.: IS1985157020 Safír frá Viðvík
Mm.: IS1976258251 Dimmalimm frá Sleitustöðum
Mál (cm): 142 - 140 - 65 - 145 - 27,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 9,0 - V.a.: 8,9
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 = 8,22
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 5,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 8,5 = 8,26
Aðaleinkunn: 8,25
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Viðar Ingólfsson