fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flosi Ólafsson látinn

27. október 2009 kl. 12:53

Flosi Ólafsson látinn

Flosi Ólafsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur, lést 24.október s.l., 79 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Flosi lést á Landsspítalanum við Hringbraut síðdegis í gær, laugardag.

Flosi lenti í alvarlegu bílslysi í Borgarfirði sl. miðvikudag og var fluttur, alvarlega slasaður, á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Þaðan var hann fluttur á fimmtudag á legudeild á Landspítalanum við Hringbraut og var talið að hann væri á úr lífshættu. Flosa hrakaði síðdegis í gær og um kl. 17 var hann látinn.

Flosi hefði orðið áttræður nú á þriðjudag, þann 27. október.
Flosi lætur eftir sig eiginkonu, Lilju Margeirsdóttur og tvö börn, Önnu og Ólaf.

Eiðfaxi sendir fjölskyldu og aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur.