miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flosi fljótastur í fyrri umferð

27. júní 2012 kl. 19:23

Flosi fljótastur í fyrri umferð

Það fylgir ávallt skemmtileg stemning kappreiðunum á landsmóti. Fyrri umferð 250 metra skeiðsins var að ljúka en keppendur fóru tvær bunur hér í hellidembu í Víðidal. Flosi frá Keldudal og Sigurbjörn Bárðarson voru fljótastir. Flosi fór brautina á 22,58 sekúndum.

Næstfljótastir voru Korði frá Kanastöðum og Teitur Árnason á 22,64 sekúndum.
 
Seinni umferð greinarinnar fer fram á morgun kl. 16.
 
  1. Flosi frá Keldudal og Sigurbjörn Bárðason - 22,58
  2. Korði frá Kanastöðum og Teitur Árnason - 22,64
  3. Gjálp frá Ytra-Dalsgerði og Sigurður Vignir Matthíasson - 22,74
  4. Blængur frá Árbæjarhjáleigu og Daníel Ingi Smárason - 22,79
  5. Þúsöld frá Hólum og Mette Mannseth - 22,83
  6. Birta frá Suður-Nýjabæ og Hanna Rún Ingibergsdóttir - 23.50
  7. Hnikar frá Ytra-Dalsgerði og Erling Ó. Sigurðsson - 23,94 
  8. Segull frá Halldórsstöðum og Elvar Einarsson 24,41