þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flinkur og fjölhæfur

2. ágúst 2014 kl. 17:00

Þórdís Inga Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi.

Þórdís og Kjarval gera alltaf sitt besta.

Þórdís Inga Pálsdóttir hampaði Landsmótsbikar í unglingaflokki í ár, fyrir framgöngu sína og Kjarvals frá Blönduósi.

Þórdís er búin að þekkja Kjarval frá því hann var á fimmta vetur. Hann kom á Flugumýri með systur hennar, Eyrúnu, hann var þá þroskalítill og fóðraðist illa og hefur sennilega fengið orma þegar hann var yngri.  Sem betur fer braggaðist hann vel og náði sér að fullu en Þórdís telur að hann hafi  kannski ekki náð fullum vexti vegna veikinda í æsku. Hún kom fyrst á bak honum þann vetur og keppti á honum ári seinna. Kjarval er í eigu Þórdísar og systur hennar Júlíu og var hann keyptur fyrir hluta af arfi sem þær fengu eftir frænda sinn. Þórdís hafði þá þjálfað hann og þegar upp kom umræða um sölu á honum slógu þær systur til og keyptu þennan gráa smávaxna fola.

Viðtal við Þórdísi Ingu má nálgast í 7. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.