sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flensufundur í Þingborg

13. september 2010 kl. 14:32

Flensufundur í Þingborg

Hrossaræktendur og hrossaeigendur eru hvattir til þess að mæta á fund í Þingborg n.k. þriðjudagskvöld  kl 20:30. Á fundinum verður farið yfir....

stöðu smitandi hósta hjá hrossum áhrif veikinnar og hvernig bregðast á við. Ljóst er að folöld sýna töluverð einkenni og hafa mörg hver þurft meðhöndlunar við til þess að komast til heilsu á ný.
Mikilvægt er fyrir okkur hestamenn að vera upplýst um það sem gert hefur verið til þess að greina veikina. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma  mun vera með erindi og svara fyrirspurnum fundarmanna .
Fundurinn er öllum opinn og haldinn á vegum FHB,FT og LH.

Með bestu kveðju og von um góða mætingu
Sveinn Steinarsson
formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands