þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líklegir til að hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi

1. október 2019 kl. 18:00

Skaginn frá Skipaskaga í kynbótasýningu fjögurra vetra gamall

Næsta sumar fer fram Landsmót á Hellu og því vert að spá í það hvaða stóðhestar eru líklegir til að hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi á mótinu.

 

Eiðfaxi birti lista í síðustu viku yfir nokkra stóðhesta sem líklegir eru til þess að hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi. Nú hafa fleiri bæst í hópinn sem okkur yfirsást þá.

Til þess að stóðhestur hljóti 1.verðlaun fyrir afkvæmi þarf hann að eiga a.mk. 15 afkvæmi með fullnaðardóm og vera með 118 stig í kynbótamatinu.

Nýtt kynbótamat verður reiknað seinna í haust og þá munu línur skýrast í þessum málum. Eiðfaxi lagðist í rannsóknarvinnu til að athuga hvaða hestar það eru sem líklegir teljast til þess að hljóta þessi verðlaun.

Sumir hestar á listanum eiga lengra í land en aðrir en allir eiga þeir það sameiginlegt að eiga fjölda af afkvæmum á tamningaraldri.

Blær frá Hesti hefur nú þegar náð þeim lágmörkum sem þarf til að hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi og hlýtur því 1.verðlaun fyrir afkvæmi næsta sumar ef hann lækkar ekki í kynbótamatinu áður en að Landsmótinu kemur. Stormur frá Herríðarhóli hefur einnig náð lágmörkum fyrir afkvæmaverðlaun með 20 sýnd afkvæmi og 118 stig í kynbótamatinu.

Borði frá Fellskoti og Þorsti frá Garði hafa náð tilteknum afkvæmafjölda en þurfa að hækka um fjögur stig í kynbótamatinu til að eiga möguleika á 1.verðlaunum fyrir afkvæmi.

Hér fyrir neðan má sjá þá stóðhesta sem líklegir teljast. Listinn er birtur með fyrirvara um mannleg mistök auk þess að líklegt er að einhverjir stóðhestar hafi gleymst við rannsóknarvinnuna.

 

 

Nafn

fj.afkv.með fullnaðardóm

Ósýnd afkvæmi á tamningaaldri

Kynbótamat

Blær frá Hesti

18

165

119

Borði frá Fellskoti

24

123

114

Skaginn frá Skipaskaga

Stormur frá Herríðarhóli

8

20

75

172

126

118

Tenór frá Túnsbergi

12

106

118

Hrannar frá Þorlákshöfn

8

96

118

Þorsti frá Garði

16

109

114

Ófeigur frá Þorláksstöðum

12

142

114