mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fleiri hross til Svíþjóðar

11. apríl 2014 kl. 12:51

Hekla Katharína og Hringur frá Skarði

Systur kaupa stóðhesta.

Stóðhesturinn Hringur frá Skarði var seldur til Svíþjóðar á dögunum.

Hringur er fæddur 2005 undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Móu frá Skarði. Hringur fylgdi Heklu Katharínu Kristinsdóttur gegnum nám sitt á Hólum og sýndi hún hann 6 vetra í sinn hæsta kynbótadóm. Hann hlaut þá 8,48 í aðaleinkunn, 8,41 fyrir sköpulag og 8,53 fyrir kosti og hlaut m.a einkunnina 9 fyrir vilja og geðslag og skeið. Hringur hefur einnig getið sér gott orð í íþrótta- og gæðingakeppnum.

Nýjir eigendur Hrings í Svíþjóð munu því geta notið gæðingsins á marga vegu. Að sögn Heklu Katharínu á hún nokkur efnileg afkvæmi Hrings og vonast til að geta ræktað fram og tamið fleiri góða gæðinga út af honum.

Samkvæmt heimildum Eiðfaxa eru eigendur Hrings og Lótusar frá Vatnsleysu systur.