laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fláki og Asi sigurvegarar

22. febrúar 2014 kl. 19:32

Fláki frá Blesastöðum 1a er hrikalegur á skeiðinu, knapi Þórður Þorgeirsson.

Stóðhestakeppninni er lokið

Úrslitum í stóðhestakeppninni er lokið og næst tekur við tölt úrslitin. Stóðhestakeppnin fór þannig að Fláki var valin besti alhliða stóðhesturinn og Asi var valin besti klárhesturinn. 

Þessa hesta þarf kannski ekki að kynna neitt nánar enda hafa þeir vakið mikla athygli síðustu ár. Mikil stemming er í höllinni og áhorfendabekkirnir þétt setnir.

 

Asi og Jakob hafa gert það gott á keppnisbrautinni síðustu ár, sérstaklega í fjórgangi.