þriðjudagur, 25. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fláki á leið til Þýskalands

5. júlí 2012 kl. 10:07

Fláki frá Blesastöðum 1a hefur verið seldur til Þýskalands. Knapi á myndinni er Þórður Þorgeirsson.

Fláki verður í hólfi í Árbæjarhjáleigu í sumar og það er enginn annar en stóðhestamógúllinn Maggi Ben sem hefur veg og vanda af vist hans þar.

Stóðhesturinn og gæðingurinn Fláki frá Blesastöðum 1a hefur verið seldur til Þýskalands og fer úr landi í haust. Kaupandi er félagið Hestcor Gbr., sem eru í eigu þýskra aðila, sem eru í samstarfi við Þórð Þórgeirsson, sem var knapi á hestinum á LM2012. Magnús Svavarsson á Blesastöðum 1a er ennþá skráður fyrir 15% hlut í hestinum.

Fláki stóð þriðji efstur í flokki 6 vetra stóðhesta á LM2011 og í öðru sæti í A-flokki gæðinga á LM 2012. Hann var efstur eftir forkeppni í A flokki á LM2012 í forkeppni og milliriðli. Fláki er undan Blúndu frá Kílhrauni, Kjarvalsdóttur frá Sauðárkróki, og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu.

Fláki verður í hólfi í Árbæjarhjáleigu í Landsssveit í sumar og það er stóðhestamógúllinn Maggi Ben, sem meðal annars rekur vefinn Stóðhestar.com, sem hefur veg og vanda að dvöl hans þar.