þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjörutíu ára aldursmunur í Meistaradeild

25. janúar 2011 kl. 16:41

Sigurbjörn Bárðarson og Arnar Bjarki Sigurðarson

Sigurbjörn elstur, Arnar Bjarki yngstur

Fjörutíu ára aldursmunur er á elsta og yngsta keppanda í Meistaradeild í hestaíþróttum. Elstur er Sigurbjörn Bárðarson, knapi ársins 2010 og sigurvegari Meistaradeildar 2010. Hann er fæddur 1952 og því fimmtíu og níu ára á árinu. Sigurbjörn keppir fyrir Lýsi. Arnar Bjarki Sigurðarson, sem er í liði Hrímnis, er yngstur, fæddur 1992 og nítján ára á árinu. Báðir eru metnaðarfullir keppnismenn og verður gaman að sjá hvort Arnar Bjarki hefur roð af þeim gamla í Meistaradeildinni í vetur.