sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjörureiðtúr og töltmót á Snæfellsnesi

2. mars 2011 kl. 15:16

Fjörureiðtúr og töltmót á Snæfellsnesi

Starfsemi hestamannafélagsins Snæfellings í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu er líflegt þessa daganna.

Á laugardaginn, 5 mars, stendur félagið fyrir fjörureiðtúr, ef veður leyfir.

Þeir sem hafa áhuga á að slást í för með Snæfellingum geta mætt kl.12 að Stakkhamri og farið í reiðtúr þaðan og endað aftur þar, en einn hestur dugar fyrir ferðina. Kaffi verður í boði eftir reiðtúrinn. Látið vita um þátttöku í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584.

Þá ætlar Snæfellingar að standa fyrir Töltmóti í Söðulsholti föstudagskvöldið 11 mars. kl. 19. Keppt verður í fimm flokkum ef næg þátttaka næst.

Tveir flokkar fyrir keppendur 17 ára og yngri  
Byrjendur 
Opinn flokkur
Skráningjald er 1000kr á hest

Þrír flokkar fyrir eldri keppendur
2. flokkur, byrjendur
1. flokkur, minna vanir
Opinn flokkur
Skráningjargjald er 2000 kr. á fyrsta hest og 1000 kr. á annan hest

Skráning er í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn og kennitöla knapa, nafn og IS númer hests

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Snæfellings þegar nær dregur.