mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjörugt mót í Mosó - Úrslit Bikarkeppni

11. febrúar 2011 kl. 23:01

Fjörugt mót í Mosó - Úrslit Bikarkeppni

Bikarkeppni hestamannafélagana á höfuðborgarsvæðinu fór fram í kvöld í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Rúmlega 100 manns fylgdust með þessari snörpu og fjörugu keppni. Keppt var í tveimur gerðum þrígangskeppni.

Í keppni fegurðartölts, brokks og stökks leiddi Mánastúlkan Ólöf Rún Guðmundsdóttir á Losta frá Kálfholti eftir forkeppni, Harðarmaðurinn Elías Þórhallsson og Dimmalimm frá Þúfu var annar og Skúli Þór Jóhannsson og Urður frá Skógum úr hestamannafélaginu Sörla voru þriðju eftir forkeppni.

Í úrslitum skutust Skúli Þór og Urður fram úr Elíasi og Dimmalimm eftir dúndur brokksýningu en Ólöf Rún og Losti sigruðu flokkinn nokkuð örugglega.

Úrslit í keppni fimmgangshesta urðu nokkuð óvænt.  Daníel Ingi Smárson og Nói frá Garðsá úr Sörla leiddu eftir forkeppni en fast á hæla hans var félagi hans í Sörla, Adolf Snæbjörnsson og Gleði frá Hafnarfirði. Erla Katrín Jónsdóttir frá Fáki var þriðja á stóðhestinum sínum Flipa frá Litlu-Sandvík. Heimafólk úr Herði, Súsanna Ólafsdóttir á Hylli frá Hvítárholti og Jóhann Þór Jóhannesson á Ástareldi frá Stekkjardal, voru svo fjórðu og fimmtu inn í úrslit.
Súsanna og Hyllir stungu hins vegar öðrum keppendum ref fyrir rass með heillandi sýningu í úrslitum og hlutu þau hæstu einkunnir og efsta sætið.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Fegurðartölt – Brokk – Stökk

  1. Ólöf Rún Guðmundsdóttir og Losti frá Kálfholti – Máni
  2. Skúli Þór Jóhannsson og Urður frá Skógum – Sörli
  3. Elías Þórhallsson og Dimmalimm frá Þúfu – Hörður
  4. Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Hellingur frá Blesastöðum – Hörður
  5. Vilfríður F. Sæþórsdóttir og Fanney frá Múla – Fákur

 

Tölt – Brokk – Skeið

  1. Súsanna Ólafsdóttir og Hyllir frá Hvítárholti – Hörður
  2. Daníel Ingi Smárason og Nói frá Garðsá – Sörli
  3. Adolf Snæbjörnsson og Gleði frá Hafnarfirði – Sörli
  4. Erla Katrín Jónsdóttir og Flipi frá Litlu-Sandvík – Fákur
  5. Jóhann Þór Jóhannesson og Ástareldur frá Stekkjadal – Hörður

 

Næsta Bikarkeppni fer fram föstudaginn 11. mars í Mána og þá verður keppt í tölti.