miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjöru fjörið hjá Sóta

15. júní 2012 kl. 09:38

Fjöru fjörið hjá Sóta

Tekið af heimasíðu Sóta www.hmfsoti.com

"Það var fjör hjá þeim sem mættu í fjörureið á miðvikudagskvöldið en 25 manns höfðu skráð sig. Farið var ríðandi frá hesthúsahverfinu inná (vonandi) framtíðar-reiðleið meðfram sjávarsíðunni fyrir neðan Litlubæjarvör að Helguvík en þar hafði Æskulýðsnefnd  sett upp þrautabraut. Skipt var í tvö lið sem háðu kappi í brautinni og í 50 metra stökki. Fjaran er einstaklega skemmtileg og passlega mjúk undir fót en nokkrum hestum þótti mun auðveldara að skeiða en stökkva! (kannski þetta sé bara upplögð skeiðbraut fyrir næsta mót?)  Að lokum var boðið uppá sjósund og nýttu margir tækifærið enda veðrið gott og fjaran einstaklega heppileg fyrir sund.  Það voru því blautir hestar og knapar sem riðu framhjá golfvellinum og heim í hús þar sem ferða-og skemmtinefnd bauð uppá dýrindis grillaðar svínakótilettur og meðlæti. Vonandi verður þetta endurtekið að ári!   "