laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjörtökin stinn

30. maí 2014 kl. 11:26

Jón Ólafsson frá Mýrarlóni á hestbaki. Þessi mynd birtist í bók þeirra Gísla B. Björnssonar og Hjalta Jóns Sveinssonar: Íslenski hesturinn.

Frásögn af Jóni Ólafssyni frá Mýrarlóni.

"Bleikur var allókyrr, meðan Jón var að komast í hnakkinn, frýsaði hátt og bruddi mélin, en þó fór allt skaplega með þeim. Ríður hann nú austur á veginn og norður að hliðinu, og þrátt fyrir „fjörtök stinn", til að byrja með, náði Jón þó valdi yfir klárnum og hef ég aldrei séð hest vaða betur áfram á töltinu, þar sem hann hringaði sig upp í fangið á gamla manninum, enda brast hvorki á með ásetuna né taumhaldið. Er að hliðinu kemur, snýr Jón við. En nú kom heldur betur fjörkippur í Bleik. Hann tók geysilegt loftkast og svo hvert af öðru, og þau svo snögg að Jón missti hann á flugsprett suður veginn í ótal loftköstum. En er vegalengdin til okkar er hálfnuð, þá nær Jón valdi á hestinum. En þá skipti nú snarlega um gangtegund, því Jón greip hann niður á dunandi skeiðroku heim að réttinni."

Frásögn af Jóni Ólafssyni frá Mýrarlóni má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa sem berst áskrifendum eftir helgi. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.