laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórir nýir í aðalstjórn í LH

25. október 2010 kl. 09:53

Friðarþrá í þingheimi

Haraldur Þórarinsson, Sleipni, var endurkjörinn formaður Landssambands hestamannafélaga á 57. landsþingi sambandsins, sem haldið var á Akureyri nú um helgina.

Enginn bauð sig fram gegn Haraldi, en hann sagði þegar hann tók við formennskunni 2006 að hann ætlaði ekki að sitja meira en fjögur ár. Nú er ljóst að þau verða alla vega sex.

Gunnar Sturluson, Snæfellingi, var kjörinn varaformaður, einnig án mótframboðs. Gunnar er nýr í stjórn LH. Hann er lögfræðingur, er faglegur framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar Logos og á og rekur hrossabúið Hrísdal á Snæfellsnesi.

Aðrir í aðalstjórn eru:

Sigurður Ævarsson, Sörla Oddur Hafsteinsson, Andvara Sigrún Kristín Þórðardóttir, Þyti Þorvarður Helgason, Fáki Andrea M. Þorvaldsdóttir, Létti

Sigrún, Þorvarður og Andrea eru ný í stjórn. Sigrún býr á Hvammstanga og er formaður Þyts í Húnavatnssýslu, Þorvarður hefur setið í mörg ár í æskulýðsnefnd LH og verið í forystusveit Fáks, og Andrea er formaður Léttis á Akureyri.

Í varastjórn eru:

Erla Guðný Gylfadóttir, Andvara Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki Petra Kristín Kristinsdóttir, Sindra Haraldur Þór Jóhannesson, Svaða Guðrún Stefánsdóttir, Geysi

Sjö einstaklingar voru sæmdir gullmerki LH á þinginu fyrir framlag sitt til hestamennskunnar. Þau eru:

Pétur Behrens fyrir framlag sitt til þróun tamninga og kynningu á íslenska hestinum erlendis, Sigurður Hallmarsson fyrir félagsstörf í LH og heima í héraði, Anna Jóhannesdóttir fyrir félagsstörf, Einar Höskuldsson fyrir framlag sitt til þróun tamninga og hrossaræktar, Jón Ólafur Sigfússon fyrir félagsstörf og Friðbjörg Vilhjálmsdóttir fyrir félagsstörf.

Að sögn þeirra þingfulltrúa sem H&H hefur rætt fór þingið friðsamlega fram. Lítil átök voru um einstök mál og almenn friðarþrá í fólki. Sem er orðið þreitt á þeirri togstreitu sem ríkt hefur í hestasamfélaginu undanfarin ár. Öllum tillögum um Landsmót hestamanna var vísað til Landsmótsnefndar, sem mun skila skýrslu og tillögum í mars á næsta ári.