fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangur Rangárhallarinnar

5. febrúar 2011 kl. 21:49

Fjórgangur Rangárhallarinnar

Styrkt af Bomberbett.se og Topreiter. Rangárhöllin á Hellu mun halda fjórgangskeppni sunnudaginn 13.febrúar og hefst kl 14.00...

(fer samt eftir þátttöku ef mikil skráning verður). Þetta er íþróttakeppni og verður einungis keppt í einum flokki og er einn inná í einu, þannig að hver og einn ræður því hvernig hann vill ríða sitt prógram. Það verða fimm dómarar, þannig að það verður meistarabragur á þessu. Þetta er opið öllum sem vilja. Allir hafa einhverjar upprennandi stjörnur undir höndum sem gott er að taka eitt prufumót á og sjá hvernig þeir hestar standast samanburð. Þannig að gaman verður að sjá hvort það komi ekki einhverjar nýjar stjörnur fram sem eiga svo eftir að gera það gott á keppnisvellinum.  
 
Skráning fer fram á netfanginu ssaggu@itn.is  og er lokafrestur skráningar fimmtudagskvöld 10.febrúar kl 23:59. Skráningargjaldið er 2500 kr á hest og greiðist inn á 1169-26-2212 og kt:221272-4719, senda kvittun á netfangið olasens@hotmail.com, lokafrestur greiðslu er 10.febrúar kl 23:59. Upplýsingar sem þurfa að koma fram er kennitala og nafn knapa, IS-númer, nafn og uppruna hests.
Dæmi um skráningu:
121200-1210 Ólafur Þórisson
Fjórgangur
IS2001184625 Háfeti frá Miðkoti

Aðgangseyrir inn á mótið er 500 kr, frítt fyrir börn 12 ára og yngir, einnig er frítt fyrir knapa.