þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangur í meistaradeild

9. febrúar 2017 kl. 09:58

Júlía frá Hamarsey Mynd:aðsend

Eiðfaxi fékk hestamenn til að spá fyrir um úrslit í fjórgangi

Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefst í kvöld með keppni í fjórgangi. Eins og gefur að skilja þegar slík keppni fer í gang að þá er margt rætt á kaffistofum hestamanna. Spá um úrslit keppninnar eru þá oft á baugi og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Blaðamaður Eiðfaxa ákvað að fá hestamenn til þess að spá fyrir um tíu efstu hesta í kvöld.
Taka skal fram að þetta er til gamans gert og stefnan er að gera þetta fyrir hvert mót í vetur.

Sigvaldi Lárus Guðmundsson tamningamaður,reiðkennari og bústjóri á Kvistum

1. Jakob og Júlía frá Hamarsey 
2. Elin og Frami frá Ketilsstöðum 
3. Bergur og Katla frá Ketilsstöðum
4. Árni og Flaumur frá Sólvangi
5. Hinrik og Pistill frá Litlu-Brekku
6. Guðmundur og Straumur frá Feti
7. Þórarinn og Hringur frá Gunnarsstöðum
8. Hulda og Valur frá Árbakka
9. Matthías og Nanna frá Leirubakka
10. Sylvía og Gola frá Hofsstöðum í Gbr.

Framundan spái ég hörku keppni - þarna eru reynslu miklir hestar í bland við nýja og óreyndari. Það verður hart barist og kæmi mér ekki á óvart ef við munum sjá ný nöfn í toppnum. Ég held þó að Jakob og Júlía munu hafa þetta, vel þjálfuð og glæsileg hryssa sem hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hingað til. Eins áttu Elín og Bergur frábært ár í fyrra á sínum hrossum og spái ég þeim í toppinn líka.  Ég er hvað mest spenntur að sjá þá hesta sem eru að koma nýjir fram í Meistaradeildinni - eins og t.d. Valur frá Árbakka, Hafrún frá Ytra-Vallholti, Sölvi frá Auðsholtshjáleigu og fleiri. Ég held að í ár séu knapar sérstaklega vel undirbúnir og vel hestaðir til að takast á við komandi tímabil og að framundan sé veisla fyrir okkur sem heima sitjum - nú eða uppi í stúku. 

Daníel Ingi Larsen tamningamaður,reiðkennari og bústjóri á Brjánsstöðum

1.Frami frá Ketilsstöðum og Elin Holst
2.Flaumur frá Sólvangi og Árni Björn Pálsson
3.Katla frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson
4.Pistill frá Litlu-Brekku og Hinrik Bragason
5.Hringur frá Gunnarsstöðum og Þórarinn Ragnarsson
6.Júlía frá Hamarsey og Jakob Svavar Sigurðsson
7.Álfastjarna frá Syðri-Gegnishólum og Freyja Amble Gísladóttir
8.Straumur frá Feti og Guðmundur Björgvinsson
9.Valur frá Árbakka og Hulda Gústafsdóttir
10.Frægur frá Strandarhöfði og Ásmundur Ernir Snorrason

Það stefnir í gífurlega spennandi mót og er sérstaklega gaman að sjá mikið af hestum sem eru að byrja sinn keppnisferil sem verður gaman að fylgjast með.