mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangur í KS-deildinni

15. febrúar 2011 kl. 10:10

Bjarni Jónasson keppir á Kommu frá Garði í fjórgangi KS-deildarinnar.

Meistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum

Fyrsta mót í KS-deildinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki annað kvöld, miðvikudaginn 16. janúar. Húsið opnar kl 19:30 Keppnin byrjar kl 20:00. Mörg þekkt keppnishross eru á ráslistanum, svo sem Komma frá Garði, Gnótt frá Grund, Þeyr frá Prestsbæ, Gáski frá Sveinsstöðum og Klerkur frá Bjarnanesi, svo einhver séu nefnd. Spennandi verður að sjá hestinn Kaftein frá Kommu, en hann er bróðir Kappa frá Kommu að móðurinni, undan Kjarnorku frá Kommu og Blæ frá Torfunesi.

Rásröð
1 Jón Herkovic Töfrandi frá Árgerði
2 Riikka Anniina Gnótt frá Grund
3 Bjarni Jónasson Komma frá Garði
4 Tryggvi Björnsson Kafteinn frá Kommu
5 Sölvi Sigurðarson Nanna frá Halldórsstöðum
6 Erlingur Ingvarsson Mist frá Torfunesi
7 Þórarinn Eymundsson Þeyr frá Prestbæ
8 Ólafur Sveinsson Gáski frá Sveinsstöðum
9 Magnús B Magnússon Bylgja frá Dísarstöðum 2
10 Eyjólfur Þorsteinsson Klerkur frá Bjarnanesi
11 Baldvin Ari Guðlaugsson Röst frá E-Rauðalæk
12 Ísólfur Líndal Þórisson Nýey frá Feti
13 Árni Björn Pálsson Fura frá Enni
14 Mette Mannseth Stormur frá Herriðahóli
15 Hörður Óli Sæmundarson Lína frá Vatnsleysu
16 Elvar E Einarsson Ópera frá Brautarholti
17 Þorsteinn Björnsson Haukur frá Flugumýri II
18 Ragnar Stefánsson Neisti frá Hauganesi