þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangur í KB mótaröðinni

6. febrúar 2017 kl. 10:00

Linda Rún Pétursdóttir

Keppni í KB mótaröðinni hefst næstkomandi laugardag

Þá er komið að fyrsta mótinu í KB mótaröðinni 2017. Það verður laugardaginn 11. febrúar og byrjar klukkan 10:00 í reiðhöllinni Faxaborg í hesthúsahverfinu í Borgarnesi. Það er byrjað á fjórgangi.

boðið verður uppá V2 í unglingaflokki, ungmennaflokki og 1. flokki og V5 í barnaflokki og 2. flokki.

Munurinn á V2 og V5:

    Fjórgangur V2
1.Hægt tölt
2.Hægt til milliferðar brokk
3.Meðalfet
4.Hægt til milliferðar stökk
5.Yfirferðartölt

fjórgangur V5
1.Frjáls ferð á tölti
2.Hægt til milliferðar brokk
3.Meðalfet
4.Hægt til milliferðar stökk

 

 

Skráningargjald er 2500 kr fyrir ungmennaflokk, 2. flokk & 1. flokk og 1000 kr fyrir barnaflokk & unglingaflokk.

 

Skráningar fara fram inná Sportfeng
Skráningarfresturinn rennur út miðvikudaginn 8. febrúar Mótanefnd Faxa & Skugga