laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangur á föstudaginn

17. febrúar 2014 kl. 11:37

Lið Baldvins og Þorvaldar sigraði liðakeppnina í fyrra Mynd: Reiðhöllin á Flúðum

Uppsveitadeild Hótel Geysis

Uppsveitadeild Hótel Geysis í Reiðhöllinni á Flúðum hefst 21. febrúar með fjórgangi. Reiðhöllinn á Flúðum og hestamannafélögin í Uppsveitunum Logi, Smári og Trausti standa að Uppsveitadeildinni í samstarfi við Hótel Geysi. 

Keppnin hefst föstudaginn 21.febrúar kl. 20.00 með keppni í fjórgangi. Sjö lið eru skráð til leiks og skarta þau helstu atvinnumönnum Uppsveitanna ásamt góðum hópi nýrra keppenda. 

Liðin eru eftirfarandi:

Smári – Kílhraun
Liðsstjóri - Bjarni H. Ásbjörnsson
Guðmann Unnsteinsson
Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir
Guðjón H. Sigurðarson

Smári - Baldvin og Þorvaldur
Liðsstjóri - Þórarinn Ragnarsson 
Helgi Eyjólfsson
Björgvin Ólafsson
Guðjón Örn Sigurðsson

Smári - Top Reiter 
Liðsstjóri -Björn Jónsson.
Hermann Þór Karlsson
Ingvar Hjálmarsson
Sigurbjörg Bára Björnsdóttir
Ragnheiður Hallgrímsdóttir 
Berglind Ágústsdóttir

Logi - North Rock
Liðsstjóri - Líney Kristinsdóttir
Sölvi Arnarsson
Dóróthea Ármann
Malin Ram

Logi - Toyota Selfossi
Liðsstjóri - Sólon Morthens
Þórey Helgadóttir
Jón Óskar Jóhannesson
Finnur Jóhannesson

Trausti - Bros liðið
Liðsstjóri - Bjarni Bjarnason
Halldór Þorbjörnsson
Hildur Kristín Hallgrímsdóttir
Birgir Leó Ólafsson

Uppsveitadeildin hefur unnið sér sess í mótahaldi í Uppsveitum Árnessýslu yfir veturinn síðustu 5 árin. Góð stemning myndast á keppniskvöldum þar gestir sem hvetja sín lið til dáða. Fjórgangurinn hefst klukkan 20.00 föstudagskvöldið 21. febrúar og má búast við harðri keppni. 
Aðgangseyrir er 1500 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn á grunnskólalaldri. Posi er á staðnum.