miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangsúrslit hafin.

27. júlí 2014 kl. 13:49

Katla Sif Snorradóttir og Gustur

A úrslit í barnaflokki í fjórgangi

Það var hart barist í A úrslitum í fjórgangi í barnaflokki. Védís Huld Sigurðardóttir var efst fyrir greiða töltið og var því ljóst að hún mætti ekkert gefa eftir. Í svona sterkum úrslitum má ekkert fara úrskeiðis og náðu þau Védís og Baldvin ekki að halda fyrsta sætinu en þau Katla Sif Snorradóttir og Gustur frá Stykkishólmi gerðu betur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitil.

A-úrslit í fjórgangi barnaflokki:

1 Katla Sif Snorradóttir / Gustur frá Stykkishólmi 6,83 
2 Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 6,70 
3 Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur frá Bjarnarnesi 6,63 
4 Glódís Rún Sigurðardóttir / Kamban frá Húsavík 6,57 
5 Hákon Dan Ólafsson / Atgeir frá Sunnuhvoli 6,30 
6 Maríanna Sól Hauksdóttir / Þór frá Þúfu í Landeyjum 5,50