miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangsmót Uppsveitadeildar Æskunnar - úrslit og myndir

6. mars 2011 kl. 15:20

Fjórgangsmót Uppsveitadeildar Æskunnar - úrslit og myndir

Fjórgangmót Uppsveitadeildar Æskunnar fór fram í reiðhöllinni á Flúðum í gær. Alls voru 21 keppandi öttu kappi í spennandi keppni þar sem hart var barist um efstu sæti og stig í einstaklings- og liðakeppni.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Barnaflokkur

1. Karitas Ármann / Bríet frá Friðheimum – 5,50
2. Natan Freyr Morthens / Spónn frá Hrosshaga (úr B-úrslitum) – 4,60
3. Sigríður Magnea Kjartansdóttir / Egill frá Efsta-Dal II – 4,30
4. Eva María Larsen / Prins frá Fellskoti – 3,20
5. Aníta Víðisdóttir / Skoppi frá Bjargi – 2,60

Með sigri sínum skaust Karitas Ármann við hlið Sigríðar Magneu Kjartansdóttur á topp einstaklingskeppni barna og eru þær jafnar með 18 stig.

Unglingaflokkur

1. Bryndís Heiða Guðmundsd. / Dynur frá Vestra-Geldingaholti – 6,34
2. Ragnhildur S Eyþórsdóttir / SameignarGrána frá Syðri Gróf (úr B-úrslitum) – 6,10
3. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir / Silfurdís frá Vorsabæ II – 5,70
4. Katrín Sigurgeirsdóttir / Bliki frá Leysingjastöðum II – 5,56

Bryndís Heiða leiðir einstaklingskeppni unglinga með 15 stig eftir mótið í gær.

Í liðakeppni milli hestamannafélaganna Smára og Loga standa leikar þannig að Smári leiðir með 117 stig en Logi er með 100 stig. Það verður því spennandi að fylgjast með næsta mót Uppsveitadeildar Æskunnar sem verður þann 2. apríl en þá verður keppni í þrígangi í barnaflokki og fimmgangskeppni í unglingaflokki.

Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Sigmundsson á mótinu í gær.