miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórgangsmót á Hólum

4. apríl 2011 kl. 12:07

Fjórgangsmót á Hólum

Fyrsta árs nemar í Hestafræðum við háskólann á Hólum í Hjaltadal blása til fjórgangsmóts fimmtudaginn 7. apríl kl. 19.

Aðeins verður keppt í einum flokk og fer skráning fram í síma 847-2045 (Bergrún) eða 695-2115 (Vigdís) og á e-mailinu vima@mail.holar.is. Skráningargjaldið er 1.500 kr. á hest og greiðist á staðnum. Skráningu lýkur þriðjudaginn 5. apríl. Taka þarf fram nafn knapa, hests og lit og uppá hvaða hönd skal riðið.

Vegleg verðlaun í boði, meðal annars folatollar. Glæsilegasta par mótsins fær 10 þús króna gjafabréf frá Líflandi
Einnig verður happdrætti með folatollum í verðlaun.
Dæmi um folatolla sem verða í verðlaun:
Bjartur frá Sæfelli 1.v
Breki frá Eyði-Sandvík 1.v
Straumur frá Enni 1.v
Óskahrafn frá Brún 1.v
Hvinur frá Lyngholti (hálfbróðir Kjarnorku frá Kálfholti)
Byggingadæmdur með 1.v fyrir byggingu
Sjarmi frá Kálfholti (Álfasteinssonur undan 1.v móður)
Þeyr frá Akranesi  (8.56 í aðaleinkunn)
Hólaskóli gefur folatoll undir efnilegan graðhest frá búinu.

Frítt verður inn fyrir áhorfendur.