sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjörgammurinn síungi sóttur heim-

13. október 2011 kl. 14:57

Fjörgammurinn síungi sóttur heim-

Eiðfaxi rakst á mætann höfingja á ferð sinni um Austurríki og Þýskaland í ágúst sl.

Hann er orðin 29 vetra gamall og nýtur nú makindaáranna á glæsilegum búgarði, Pfaffenbuck, í Þýskalandi.

Fjörið er kannski ekki enn ólgandi í Otri frá Sauðárkróki. En upplitið er enn sterkt og lífið alls ekki runnið úr öllum æðum því hann skokkaði nokkuð hróðugur um hagann, eins og sannur höfðingi, áður en hann stillti sér upp í meðfylgjandi myndatöku.

Valdimar Kristinsson skrifaði þessa listilegu grein  í Morgunblaðið um Otur um það leyti sem hann fór utan árið 2000, þar sem hann fer yfir sögu Oturs á Íslandi og spjallar m.a. við Svein Guðmundsson, ræktanda hans og Einar „Otur“ Magnússon sem tamdi hann á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti árið 1986. Eiðfaxi mælir með lesningunni.

Otur er ekki aðeins lifandi goðsögn og farsæll gæðagripur, heldur hefur hann gefið af sér heiðurshöfðingja. Skráð afkvæmi hans nú orðin 1008 talsins, þar af hafa 64 náð yfir 8 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Varla þarf að hafa mörg orð um hans frægasta afkvæmi, Orra frá Þúfu, sem ber aldurinn sinn einnig afar vel ef marka má mynd sem tekin var af „folanum“ á dögunum. Greinileg gæðagen.

Enn eru að koma fram gæðingar undan Otri t.d. varð Teigur vom Kronshof í öðru sæti í elsta flokki stóðhesta með aðaleinkunnina 8,61, þar af 8,84 fyrir hæfileika og er þar með hæst dæmda afkvæmi Oturs.

Otur er hættur að sinna merum, en hann lifir þó makindalegu lífi í Pfaffenbuck en þar búa einnig nafntogaðir stóðhestar á borð við Randver frá Nýjabæ og Hilmir frá Sauðárkróki.