laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórðungsmót Austurlands 2015

27. apríl 2015 kl. 10:33

Hestamannafélagið Freyfaxi

Öll hestamannafélög af Norðurlandi og Austurlandi hafa þátttökurétt.

Nú er undurbúningur að fara á fullt fyrir Fjórðungsmót Austurlands sem fer fram á Stekkhólma 2.-5. júlí á vegum Hestamannafélagsins Freyfaxa. Sú hefð er að festa sig í sessi að hestamannafélög af Norðurlandi eigi einnig keppnisrétt á Fjórðungsmótum Austurlands enda hefur það gefið góða raun. Þannig nær svæðið sem mótið nær til frá Glæsi á Siglufirði í norðri austur um land að Hornfirðingi í Austri. Alls eiga því 15 hestamannafélög keppnisrétt í gæðingahluta mótsins auk þess sem töltkeppni og stóðhestakeppni eru öllum opnar. Öllum hestamannafélögum hefur verið sent bréf þar sem þátttakandafjöldi úr úrtöku hvers félags er tilgreindur en auk þess hafa öll hross í eigu félagsmanna sem ná 8,20 í forkeppni gæðingakeppni keppnisrétt á mótinu óháð því hvar þeim dómi er náð­.

Á mótinu verður keppt í öllum helstu greinum gæðingakeppninnar (A- og B-flokk, Barna-, unglinga- og ungmennaflokk) auk þess sem fram fer keppni í tölti, 100m fljúgandi skeiði og stóðhestakeppni. Þá verður kynbótasýning á sínum stað en fagráð í hrossarækt gaf í upphafi árs út lágmarkseinkunnir kynbótahrossa á mótið. Ræktunarbússýningar verða einnig á sínum stað og því ljóst að mikið verður um dýrðir á Stekkhólma 2.-5. júlí.

Keppnisgreinar á Fjórðungsmóti Austurlands 2015:
A- og B-flokkur gæðinga
Ungmenna-, unglinga- og barnaflokkur
Tölt T1 (Opin keppni)
Tölt T1 yngri keppenda
100m fljúgandi skeið

Réttur til þátttöku:
Réttur til þátttöku fer eftir fjölda félaga í hverju hestamannafélagi (notast er við meðlimafjölda sem gefinn var upp fyrir síðasta landsþing).

Blær 118 8 
Feykir 65 4
Freyfaxi 202 8
Funi 127 8
Geisli 23 2
Glófaxi 68 4
Glæsir 60 4
Gnýfari 36 2
Grani 133 8
Hornfirðingur 116 8
Hringur 149 8
Léttir 442 8
Snæfaxi 78 4
Þjálfi 142 8
Þráinn 87 4

Kynbótahross frá ofangreindum félagssvæðum hafa einnig rétt til þátttöku ef þau hafa náð lágmörkum, gildir þá einu hvort þau eru í eigu félagsmanna eða ræktuð af félagsmönnum. Fagráð hefur samþykkt eftirfarandi lágmörk fyrir mótið:

Alhliðahross Aðaleink Klárhross  Aðaleink
Stóðhestar 7 vetra og eldri 8,25 - 8,15
Stóðhestar 6 vetra 8,20 - 8,10
Stóðhestar 5 vetra 8,10 - 8,00
Stóðhestar 4 vetra 7,95 - 7,85

 Hryssur 7 vetra og eldri 8,15 - 8,05
Hryssur 6 vetra 8,10 - 8,00
Hryssur 5 vetra 8,00 - 7,90
Hryssur 4 vetra 7,85 - 7,75

Aðrir dagskrárliðir:

Opin stóðhestakeppni (allir stóðhestar „löglegir“, óháð kynbótaeinkunn eða eignarhaldi)
Ræktunarbússýingar, ræktunarbúa af svæðinu.
Þolreið (opin keppni)

Dagskrá kemur til með að liggja fyrir þegar nær dregur.