mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórðu skeiðleikarnir

7. ágúst 2016 kl. 16:34

Helga Una Björnsdóttir og Besti frá Upphafi Íslandsmeistarar í 100m. skeiði 2016 Lýsing

Skráning er hafin.

"Nú verður blásið til skeiðleika á Brávöllum á Selfossi. Verða Skeiðleikarnir haldnir fimmtudaginn 11. ágúst.

Skráning er hafin inni á Sportfeng og kostar litlar 2500 kr að vera með. Skráningu lýkur svo kl 23:59 á þriðjudagskvöld.

Mótið verður með hefðbundnu sniði. Keppt verður í 100m flugskeiði, 150m og 250m.

Styrktaraðili Skeiðleikanna í ár – hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur styrkir um verðlaunagripi sumarsins. Auk þess hefur ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga styrkt um svokallaða Ödera sem veittir eru stigahæsta knapa á móti hverju og þeim knapa sem flest stig hlýtur á sumrinu."

Kv Skeiðfélagið