miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórði í landsmóti

28. júní 2012 kl. 08:28

Fjórði í landsmóti

Fjórði dagur landsmóts er runninn upp með sól á himni, framundan er viðburðarríkur dagur.

Alhliðagæðingar munu hefja leik á Hvammsvelli, milliriðill í A-flokki er firnasterkur eins og sjá má á ráslistanum og mun Frægur frá Flekkudal og Sólon Morthens hefja sýningu sína núna kl. 9.

Eftir hádegi, kl. 13, tekur svo milliriðill unglingaflokks við, þá verður sprett úr spori í skeiðkappreiðum kl. 16.15 og að þeim loknum munu sterkustu töltarar landsins sína mátt sinn og megin þegar forkeppni flokksins fer fram. Eftir kvöldmatarhlé er svo komið að einum hátíðlegasta viðburði mótsins - setningarathöfninni - en þá munu rúmlega 500 menn og hestar frá 48 hestamannafélögunum tölta fylktu liði um Víðidal með skrúðklædda fánabera í fararbroddi.

Góðar stundir í dag.