sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórar hryssur inná Landsmót

22. maí 2012 kl. 22:42

Fjórar hryssur inná Landsmót

Vorsýningin á Melgerðismelum kláraðist í dag. Seiður frá Flugumýri II stóð efstur með aðaleinkunnina 8,63, hann hlaut 8,65 fyrir kosti og 8,59 fyrir sköpulag. Sjö hross fóru í fyrstu verðlaun og nældu fjórar merar sér í miða á Landsmót. Landsmótsfararnir eru þær Maístjarna frá Lundi, Magneta frá Litla-Dal, Sýning frá Litla-Dal og síðast en ekki síst Edda frá Egilsstaðabæ en hún hlaut þrjár níur fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag en Edda er einungis 4 vetra. Verður það að teljast nokkuð gott fyrir svo unga hryssu. 

Meðfylgjandi er dómur Eddu:

 

IS2008276264 Edda frá Egilsstaðabæ
Örmerki: 352206000072923
Litur: 3540 Jarpur/milli- tvístjörnótt
Ræktandi: Einar Ben Þorsteinsson
Eigandi: Einar Ben Þorsteinsson, Melanie Hallbach
F.: IS2001187053 Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1985225005 Hildur frá Garðabæ
M.: IS1994287546 Yrja frá Skálmholti
Mf.: IS1988188265 Þráður frá Hvítárholti
Mm.: IS1980284929 Tvista frá Móeiðarhvoli
FORSKOÐUNARDÓMUR
Vorsýning Melgerðismelum
Mál (cm): 140 - 136 - 61 - 136 - 27,0 - 16,5
Hófa mál: V.fr.: 8,2 - V.a.: 7,9
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 7,5 - 6,0 = 7,88
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 5,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 6,0 = 8,01
Aðaleinkunn: 7,96      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Hans Friðrik Kjerulf