mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórar DNA rannsóknarstofur í samstarfi við WF

13. apríl 2010 kl. 10:50

Fjórar DNA rannsóknarstofur í samstarfi við WF

Í samvinnu við Íslandshestafélög innan FEIF í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi þá er komið á formlegt samstarf við rannsóknarstofur í viðkomandi löndum til að ætternisgreina íslensk hross og skila niðurstöðunum inn í WorldFeng jafnóðum.

Þetta eru rannsóknarstofurnar SLU í Svíþjóð, Blodtypelaboratoriet for heste í Danmörku og Certagen GmbH í Þýskalandi. Prokaria/Matís á Íslandi hefur síðan ætternisgreint öll hross á Íslandi auk þess að Íslandshestafélagið í Noregi hefur samið við rannsóknarstofuna til að ætternisgreina íslensk hross í Noregi. WorldFengur les inn DNA niðurstöður og ber þær sjálfvirkt saman í samræmi við reglur þar um til að staðfesta ætterni miðað við ætternisskráningu í upprunaættbókinni. Jafnframt eru sérstakir útreikningar gerðir í WorldFeng til að staðfesta ætternið samkvæmt viðurkenndum formúlum í erfðafræði. Í WorldFeng eru síðan útbúnir sérstakir gát- og vinnulistar fyrir rannsóknarstofur ef óvissa er um niðurstöður.

Auk þessa hafa verið sendar inn niðurstöður frá UC Davis Veterinary Genetic Lab eftir ,,gömlu leiðinni" (þ.e. sönnun á ætterni en ekki DNA greiningarnar sjálfar) fyrir öll íslensk hross í ættbók í Bandaríkjunum. Hrossaræktendur eru beðnir að hafa þetta í huga þegar kemur að ætternisgreiningum.

/worldfengur.com