sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Er 5 vikna gamall og klæðist landi sínu til stuðnings

Herdís Reynis
9. ágúst 2013 kl. 20:58

Arnout, Ellen, Demi (1,5árs) og Julian (5 vikna).

Hollenska fjölskyldan hefur í ýmsu að snúast á Heimsmeistaramótinu.

Hollenska fjölskyldan Arnout Bakker og Ellen Meesters með Demi (1,5árs) og Julian (5 vikna), hafa í ýmsu að snúast á Heimsmeistaramótinu.

Aðstoð og stuðningur við hollenska liðið, bleyjuskipti og barnastúss passa ágætlega saman en góð aðstoð afa og ömmu léttir óneitanlega undir segja þau Arnout og Ellen brosandi.

Þau styðja sitt lið með öllum mögulegum hætti. Meira að segja litlu krílin klæðast viðeigandi appelsínugulum fatnaði!

Næsta Heimsmeistaramót verður haldið í Danmörku 2015 en Hollendingar stefna að því að hýsa HM 2017.