sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölmennur fundur

19. október 2011 kl. 23:36

Fjölmennur fundur

Fundur hrossaræktarsambands suðurlands sem haldinn var í kvöld í félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var vel sóttur, húsfyllir var og fundurinn hinn besti.

Guðlaugur Antonsson ráðunautur hélt eins og alltaf á þessum fundum erindi um dómstörf ársins og urðu umræður í kjölfar þess um málefni ræktunarinnar og ýmislegt sem mönnum er ofarlega í huga.

Mette Manseth kom á þennan fund og hélt mjög gott erindi um þjálfun og undirbúning ungra hrossa fyrir kynbótadóm. Kom Mette víða við í erindi sínu, fjallaði um fóðrun, hófhirðu og þjálfun. Erindið var skipulega upp sett, fróðlegt og skemmtilegt. Mette fékk töluvert af spurningum frá gestum að erindinu loknu og leysti hún vel úr þeim öllum.