sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölmennast á vorsýningu á Gaddstaðaflötum

26. september 2014 kl. 14:00

Alls voru 231 hross voru sýnd á Landsmótinu í sumar. Reynir Örn Pálmason situr Laxnes frá Lambanesi og Daníel Jónsson er á Ölnir frá Akranesi við verðlaunaafhendingu 5 vetra stóðhesta.

Kynbótasýningar ársins gerðar upp.

Alls voru 1.702 kynbótadómar kveðnir upp á ellefu kynbótasýningum ársins 2014.

Fram kemur í frétt frá Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins að sýningar ársins hafi farið hægt af stað að venju. Nokkrum sýningum var aflýst vegna lítillar þátttöku en miðað var við að skráningar þyrftu að ná 30 hrossum. Undantekning frá þessari reglu var gerð á Austurlandi enda einungis boðið upp á eina sýningu í þeim landshluta.

Flestir dómar voru kveðnir upp á suðurlandi, 928 talsins. Á norðurlandi urðu dómarnir 201 talsins, á vesturlandi 324 og á austurlandi 18.

Fjölmennasta sýning ársins var vorsýning á Gaddstaðaflötum dómafjöldi þar, fyrri vikuna var 257.

„Hápunkturinn var Landsmót á Gaddstaðaflötum dagana 29. júní til 6. júlí en 281 hross náðu lágmörkum inn á landsmót. Á landsmót mættu 150 hryssur og 81 stóðhestur, samtals 231 hross,“ segir í frétt RML sem nálgast má hér.