föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölbreytt viðfangsefni heimsmeistarans

3. júní 2015 kl. 15:45

Systkinin Frauke og Stefan tóku við rekstri fjölskyldubúsins að Kronshof í fyrra. Slík starfsemi kallar á ólík viðfangsefni og þjálfun keppnishrossa þarf því oft að bíða fram á kvöld. Hér stilla þau sér upp með heimsmeistaranum Tígli vom Kronshof, sem fékk frí frá þjálfun í ár, og Óskadísi vom Habichtswald sem er til alls líkleg á næsta Heimsmeistaramóti.

Rekstur hestabúgarðsins Kronshof í Þýskalandi gengur fyrir þjálfun keppnishrossa.

Þrátt fyrir ungan aldur er hún er einn sigursælasti knapi í íslenskum hestaíþróttum og er ríkandi heimsmeistari í fjórgangi. Tími hennar fer þó síst í markvissa uppbyggingu keppnishrossa, því þeir verða að bíða fram á kvöld.  Á daginn starfrækir hún eitt stærsta Íslandshestabú í Þýskalandi, Kronshof.

,,Ég heillast af fjölbreytileika íslenska hestsins, bæði í kostum og karakterum. Einstaklingarnir geta verið svo ólíkir viðfangs sem og í umgengni. Það er gaman að vinna með ganghæfninni. Stundum þarf vinnu til að ná í gegn á meðan önnur eru aðgengilegri. Mér finnst gaman að takast á við ólík viðfangsefni og leitast eftir því í ræktun að búa til fjölbreytt gæðahross.“

Frauke Schenzel fæddist svo að segja inn í íslandshestamennskuna. Faðir hennar Lothar Schenzel var einn af þeim fyrstu sem flutti íslenska hestinn til Þýskalands. Þriggja ára var Frauke farinn á hestbak og hún tók þátt í fyrsta mótinu aðeins sex ára.

Eiðfaxi fékk að kynnast lífi og starfi Frauke Schenzel og má nálgast greinina í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.