mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölbreytt og glæsileg Ræktun 2011 - myndir

26. apríl 2011 kl. 15:44

Fjölbreytt og glæsileg Ræktun 2011 - myndir

Sýningin Ræktun 2011 fór fram í Ölfushöllinni sl. laugardagskvöld fyrir fullu húsi. Þar komu fram margir glæsilegir gripir, bæði hross sem hafa sannað sig fyrir dómum og í keppnum og önnur efnileg sem munu eflaust láta til sín taka í sumar.

Ræktunarbúin Fet, Kaldbakur, Dalbær, Torfastaðir, Lýtingsstaðir, Austurkot, Hvoll og Bakkakot sýndu brot af sínum ræktunum. Þá skipuðu ræktunarmerar stórann þátt sýningar, merar sem sannað sig hafa sem miklar stólpa hryssur sem hafa haft mótandi áhrif á ræktun. Komu þar fram afkvæmi Urðar frá Sunnuhvoli, Aríu frá Selfossi, Glímu frá Vindheimum og Perlu frá Ey. Þerna frá Arnarhóli var valin af Hrossaræktarsamtökum Suðurlands sem Heiðurshryssa Suðurlands í ár. Hún gekk í sal ásamt eigendum sínum og glæsilegum afkvæmum, en af níu fæddum afkvæmum Þernu hafa sex þeirra farið fyrir kynbótadóm og fimm þeirra eru skráð með fyrstu einkunn. Þá voru hrossaræktarbúin Austurkot, Auðsholtshjáleiga, Kvistir, Syðri-Gegnishólar, Hvoll og Þjóðólfshagi heiðruð, en þau hafa öll verið tilnefnd sem Ræktunarbú ársins 2011. Daníel Jónsson skoraði á félaga sína í tilþrifaskeiði og sigraði örugglega, Ólafur Ásgeirsson og Dögg frá Steinnesi töfruðu áhorfendur og hæfileikahestarnir Kiljan frá Steinnesi og Ágústínus frá Melaleiti lokuðu svo Ræktun 2011 með miklum tilþrifum.

Meðfylgjandi eru myndir frá sýningunni.