miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölbreytt dagskrá Hestadaga í Reykjavík-

13. febrúar 2012 kl. 15:19

Fjölbreytt dagskrá Hestadaga í Reykjavík-

Hestadagar í Reykjavík verða haldnir í annað sinn dagana 29. mars - 1. apríl nk.

 
Dagskráin verður fjölbreytt, boðið verður upp á kynbótaferðir, hestasýningar og keppnir, ljósmyndasýningar, kvikmyndasýningar, málþing, tónleika og sýnikennslur að ótaldri hinni hátíðlegu skrúðreið, en í fyrra tóku 180 hestamenn og jafnmörg hross þátt og settu þau mikinn svip á miðborgina eins og sjá má hér.
 
Meðfylgjandi er dagskrá hátíðarinnar og kynningarmyndaband.
 
Fimmtudagur 29. mars:
•    Ljósmyndasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur – Hestar í sögu Reykjavíkur
•    Reiðtúr í Hafnarfjarðarhrauni og kjötsúpa á eftir
•    Hestabíó
•    Sýnikennsla og fræðsla í Fáki – landsmótssvæðið 2012 heimsótt
•    SETNING HESTADAGA Í REYKJAVÍK Á HÓTEL REYKJAVÍK NATURA - Tískusýning, tónlist o.fl.
•    Reykjavík city – pöbbastemning...
 
Föstudagur 30. mars:
•    Ferð á ræktunarbú á Suðurlandi – Lagt af stað kl. 10:00 frá BSÍ
•    19:30 Meistaradeildin í Ölfushöll
 
Laugardagur 31. mars:
•    10:00 Málþing um íslenska hestinn
•    12:00-14:00 Teymt undir börnum á Ingólfstorgi
•    13:00 Skrúðreið í miðbænum – 150 hestar og knapar!
•    14:00 Línudanskennsla í Ráðhúsinu
•    15:00 Fyrirlestur Ingimars Sveinssonar um fóðrun og atferli hrossa
•    16:00 Helgi Björns og Reiðmenn vindanna á Hressó / Ráðhúsi?
•    19:30 Ístölt „Þeir allra sterkustu“ í Skautahöllinni í Laugardal
 
Sunnudagur 1. apríl:
•    13:00 Æskan & hesturinn – fjölskyldusýning í Reiðhöllinni í Víðidal, frítt inn
•    16:00 Æskan & hesturinn – fjölskyldusýning í Reiðhöllinni í Víðidal, frítt inn