þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölbreytni á sölumarkaði

11. október 2011 kl. 15:59

Fjölbreytni á sölumarkaði

Svo virðist sem sölumarkaðurinn sé heldur betur að lifna við, amk. miðað við fjölda og fjölbreytni viðburða sem tengjast sölu þessa dagana.

Í byrjun mánaðarins fór fram stóð hrossaræktendur á suðurlandi fyrir Sölumóti sem vakti nokkra eftirtekt og reglulegar sölusýningar í Hestheimum hafa fests í sessi. Þá hafa hrossaræktendur og söluaðilar verið sniðugir og staðið fyrir viðburðum þar sem þeir opna hús sín og bjóða gestum að kíkja á hestakosti.

Á föstudagskvöldið stendur svo Hestamannafélagið Skuggi í Borgarnesi fyrir uppboði á hrossum í reiðhöllinni Faxaborg á föstudagskvöldið.

„Nú á að reyna að skapa skemmtilega og létta stemningu í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi og er fyrirhugað að halda uppboð á hrossum föstudagskvöldið 14. október kl: 20:00. Uppboðshrossin verða á öllum aldri, frá unghrossum upp í þæg barnahross. Greiðsla fer fram við hamarshögg, ekki posi á staðnum. Tekið er við skráningum á hrossum fyrir uppboðið til kl: 22:00 miðvikudagskvöldið 12. október og er skráningargjald 2500 kr. á fyrsta hest og svo  1000 kr. á hest eftir það.   Nú er um að gera að eiga saman skemmtilegt kvöld og hita upp fyrir sauðamessuna, drykkir verða seldir á staðnum.

Skráning og frekari upplýsingar í síma: 8609014-Reynir eða 8972171-Siggi. Einnig er hægt að skrá á siggie76@gmail.com,“ segir á heimasíðu hestamannafélagsins.