miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjóla frá Kirkjubæ á Ræktun 2010

24. apríl 2010 kl. 14:04

Fjóla frá Kirkjubæ á Ræktun 2010

Hestagullið Fjóla frá Kirkjubæ kemur fram á RÆKTUN 2010 laugardaginn 24.apríl en hún sló rækilega í gegn á síðasta Landsmóti og var að margra mati eitt af hrossum mótsins. Fjöldi ræktunarbúa koma fram með afrakstur vetrarstarfsins og er það m.a. Ketilsstaðir með stóðhestahóp, Austurkot með hóp 1.verðlauna hryssna, Korpusey, Dalland, Höfðabakki, Þjóðólfshagi, Langholt 2 og Minni-Vellir. 

Margir þekktir stóðhesta koma fram auk yngri hesta en m.a. eru afkvæmi Natans frá Ketilsstöðum, Borða frá Fellskoti, Adams frá Ásmundastöðum, Akks frá Brautarholti og Arons frá Strandarhöfði, Synir Kjarnveigar frá Kjarnholtum og margt fleira.

Frábær skemmtun sem enginn áhugamaður um hrossarækt lætur fram hjá sér fara.