laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjöður í hatt tamningamanna

5. febrúar 2014 kl. 11:39

Súsanna Ólafsdóttir, formaður FT.

Ný hvatningaverðlaun fyrir léttleikandi reiðmennsku.

Félag tamningamanna mun kynna til leiks ný hvatningaverðlaun á stórmótum síðar á árinu. Barmmerkið FT-fjöðrin verður veitt knöpum fyrir léttleikandi reiðmennsku og einstaka útgeislun.

 Það er greinilegur metnaður í nýjum formanni félagsins, Súsönnu Sand Ólafsdóttur, sem tók við stjórntaumum í desemberbyrjun. Hún kallaði til hugarflugsfundar í byrjun árs til að velta vöngum yfir stöðu FT. "Við viljum virkja félagsmenn. Félagið verður aldrei betra en félagsmenn þess. Við sáum það á fundinum að mörgum þykir vænt um félagið sitt. Það væri æskilegt að fá enn fleiri ábendingar frá félagsmönnum," segir hún.

 Félagsmenn FT eru um 400 talsins, þar af eru 150 búsettir erlendis.

FT fjöðrin verður veitt í fyrsta sinn á morgun í Meistaradeildinni, - í gæðingafiminni.