laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjaðurverðlaun FEIF 2010 veitt ungum Hollendingi -

27. júlí 2010 kl. 13:19

Mynd: HMT Peterse, Hollandi.

Fjaðurverðlaun FEIF 2010 veitt ungum Hollendingi -

Fjaðurverðlaun FEIF (FEIF Feather Prize), voru afhent á dögunum á Youth Cup í Danmörku. Þau komu í hlut hinnar hollensku Bo Cavens sem var með hestinn Týrson vom Saringhof en margir muna eftir þeim hesti frá HM 2009 en þar var hann í úrslitum í T2 með knapann Yoni Blom í hnakknum.

Fjaðurverðlaununum er ætlað að verðlauna og hvetja til góðrar reiðmennsku og íþróttamennsku, eins konar óður til léttrar og fínnar reiðmennsku. Verðlaunahafinn er gott fordæmi fyrir alla knapa í Íslandshestaheiminum um víða veröld.

Fjaðurverðlaun FEIF voru fyrst veitt árið 2002. Eins og segir hér að ofan er markmiðið með verðlaununum það að hvetja til fagmannlegrar, léttrar og góðrar reiðmennsku. Verðlaunahafinn setur öðrum knöpum í Íslandshestaheiminum gott fordæmi . Það er því eftirsóknarvert að hljóta Fjaðurverðlaunin og sannkallaður heiður. Verðlaunin eru afhent einu sinni á ári á einhverjum sérstökum viðburði á vegum FEIF.


Verðlaunahafar síðan 2002:
2010: Bo Cavens (hollenskt ungmenni) á FEIF YouthCup 2010 í Kalø, Danmörku
2009: Guðmundur Einarsson á HM 2009 í Brunnadern, Sviss
2008: Ástríður Magnúsdóttir (íslenskt ungmenni) á FEIF YouthCup 2008 í Brunnadern, Sviss
2007: Lena Trappe á HM 2007 í Oirschot, Hollandi
2006: Andrea Balz (svissneskt ungmenni) á FEIF YouthCup 2006 í St. Radegrund, Austurríki
2005: Stian Pedersen á HM 2005 in Norrköping, Svíþjóð
2004: Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Landsmóti á Hellu, Íslandi
2003: Frauke Schenzel (þýskt ungmenni) á the HM 2003 í Herning, Danmörku
2002: Stephanie Nielsen (danskt ungmenni) á the International Youth Competition in Herning, Danmörku
 

-hkg