þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fit2Ride

4. apríl 2014 kl. 16:00

Nokkur pláss laus

Viltu ná meiri árangri með aukinni líkamsvitund til þess að ná settu marki?

 

FT – Suður býður upp á námskeið með Søs Fejerskov-Quist í Dallandi helgina 12-13 apríl.

 

Søs sérhæfir sig í líkamsbeitingu knapa og hefur um árabil náð góðum árangri með fjölda knapa, þekki vel til íslenska hestsins og hefur meðal annars unnið með Nils Christian Larsen. Sos hefur gefuð út bók sem kallast “I balance på hesteryg” sem byggir á þjálfunarkerfi sem hún hefur, í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, þróað. Kerfið kallast Fit2Ride er hannað til þess að þjálfa knapa til þess að verða betri íþróttamaður. Jafna eigin misstyrk, styrkja líkamann rétt með tilliti til reiðmennsku og lágmarka slit.

 

Námskeið þetta er byggt upp til að nýtast fagfólki sem mest. Bæði til þess að undirbúa sig fyrir sýningar og keppnistímabilið og til þess að auka við hugmyndafræði sem nýtist áfram í kennslu.

Opin skráning fyrir alla hestamenn og konur!

 

Dagskrá:
Laugardagur

Fyrir hádegi: Fyrirlestur og æfingar í Ormsstofu 

Eftir hádegi: Reiðtímar og sýnikennsla

 

Sunnudagur: 

Fyrir hádegi: "Body screening" þar sem farið er í gegnum líka hvers knapa. Hver knapi fær þjálfunar áætlun.

Eftir hádegi: Reiðtímar og sýnikennsla

 

Pláss er fyrir 10 knapa

Boðið er upp á pláss fyrir 15 manns sem sækja laugardaginn, taka þátt í æfingunum og fylgjast með reiðtímum í formi sýnikennslu.

 

Námskeiðsgjald fyrir alla helgi 35.000 kr

Námskeiðsgjald fyrir þáttöku á laugardegi 12.000 kr

 

Hádegismatur og kaffi innifalið

 

Nánari uppýsingar og skráning á facebook síðu Félags tamningamanna. Nánari upplýsingar í síma 865 4239 (Karen)