fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskidagskappreiðar Hrings

25. júlí 2010 kl. 22:13

Fiskidagskappreiðar Hrings

Vegna eftirspurnar hefur mótanefnd Hrings ákveðið að bæta við 150m skeiði inn í áður auglýsta dagskrá Prómens Fiskidagskappreiða. Vonumst við til að sem flestir láti sjá sig.

Nú þegar eru skráningar farnar að detta í hús og því hækkar verðlaunapotturinn frá degi til dags. En eins og áður hefur komið fram rennur helmingur af skráningargjaldi hverrar greinar beint í verðlaunafé.

 
Nánar um mótið hér fyrir neðan.
 
Fimmtudaginn 5. ágúst kl 17:00 verða haldnar kappreiðar á Hringsholtsvelli í Svarfaðardal við Dalvík.
Keppt verður í 100m skeiði fljúgandi start, 150m skeið, 250 m brokk, stökk og skeið úr startbásum. – Rafræn tímataka.
 
Vegleg peningaverðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverri grein, að auki fá sigurvegarar glæsilegan ferðakistil framleiddan af Prómens Dalvík.
 
Skráningarfrestur er til 1. ágúst kl 20:00 og fer fram í gegnum heimasíðu félagsins www.hringurdalvik.net.
 
Skráningargjald er kr 3000. á hest pr.grein. Þar af rennur 50% af skráningargjaldi í verðlaunafé sem gerir grunnpottinn enn stærri.
Skráningargjald greiðist inn á reikning félagsins fyrir kl. 20:00 þriðjudaginn 3.águst.
Kt. 540890-1029   Reikn.1177-26-175 – skýring:Nafn knapa
Kvittun sendist á hringurdalvik@hringurdalvik.net   
 
Mótshaldarar áskila sér rétt að fresta móti, verði þátttaka ekki næg.
 
Mótanefnd Hrings.