miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Firmakeppni Spretts á laugardaginn

24. apríl 2013 kl. 09:23

Firmakeppni Spretts á laugardaginn

Firmakeppni hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi og Garðabæ fer fram laugardaginn 27. apríl nk. Keppnin fer fram á nýja hringvellinum í skeifunni. Boðið verður upp á keppni í eftirfarandi flokkum (í þessari röð):


Pollar (teymdir og ríðandi saman, fullorðnir verða að fylgja)
Börn
Unglingar
Ungmenni
Konur II
Karlar II
Heldri menn og konur +50
Konur I
Karlar I
Opinn flokkur 
 
Sýnt verður hægt tölt og svo yfirferð (tölt eða brokk).
 
Skráning fer fram á milli kl. 11 og 12 í félagsheimilinu á Kjóavöllum. Allir þeir sem liggja með keppnisnúmer heima í hesthúsi verða að mæta með þau til skráningar! Keppnin er ætluð skuldlausum félögum í Spretti eingöngu. Engin skráningargjöld.
 
Keppni hefst kl. 13:30 og keppa allir flokkar á nýja hringvellinum.
 
Hittumst hress!,“segir í tilkynningu frá Spretturum