þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Firmakeppni Smára

29. apríl 2010 kl. 10:42

Firmakeppni Smára

Firmakeppni Smára verður haldinn á Smára svæðinu við reiðhöllina á Flúðum næstkomandi Laugardag, 1. maí eins og venja er.

Dagskrá verður með óhefðbundnu sniði og hefst hún stundvíslega klukkan 13.00 Í stað 150m skeiðs verður keppt í 100m fljúgandi skeiði,

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Keppt er í pollaflokki 9 ára og yngri, barnaflokki 10 - 13 ára, unglingaflokki 14 -17, ungmennaflokki 18-21 , kvennaflokki, karlaflokki og heldrimannaflokki 50 ára og eldri . Miðað er við fæðingarár, einnig er keppt í 100 m fljúgandi skeiði.

Skráning verður á staðnum og hefst hún klukkan 11.30 og lýkur klukkan 12.50.

Hægt er að skrá á netfangið Haukholt@haukholt.is og þurfa skráningar að berast fyrir miðnætti 30 apríl eða kvöldið áður. Í skráningu þarf að koma fram nafn knapa, hestur, litur, aldur og í hvaða flokki parið hyggst keppa.

Vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta koma og gera sér glaðan dag á einum stærsta viðburði í starfi hestamannafélagsins.

Reglur eru þær að í Firmakeppninni verður hestur að vera í eigu félagsmanns, en í skeiðinu verður knapi að vera í félaginu og hesturinn að vera í eigu félagsmanns.

Firmakeppnin verður riðin svona:
Riðið skal allt að þremur hringjum á hægri ferð og tveir hringir frjáls ferð. Keppni skal hafin uppá vinstri hönd og er það í höndum stjórnanda að láta keppendur snúa við og bæta við ferðum óski dómarar þess. Fet skal riðið milli atriða.

Skeiðið verður riðið svona:
Einn ríður í einu og tekin tími á honum, hvert par fær 2 umferðir, ef mikil þátttaka verður verða riðin úrslit af 10 bestu tímunum og geta menn valið að ríða ekki úrslit en halda tímanum sem hann var kominn með.
Skráningargjald verður í skeiðinu 1000 kr. á skráningu. Skráningargjaldið fyrir skeiðið verður sett í pott og fær sá sem er með besta tímann pottinn, vonandi verður þátttaka góð og þar af leiðandi potturinn stór.