laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Firmakeppni Smára á morgun

30. apríl 2011 kl. 12:58

Firmakeppni Smára á morgun

Firmakeppni hestamannafélagsins Smára verður haldin á Flúðum ná morgun, sunnudaginn 1. maí  og hefst mótið kl. 14.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum :
Pollaflokkur (9 ára og yngri)
Barnaflokkur (10-13 ára)
Unglingaflokkur (14-17 ára)
Ungmennaflokkur (18-21 árs)
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Heldri manna og kvennaflokkur
150 m skeið

Skráning verður samdægurs á staðnum og lýkur henni kl. 13.50.

“Hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag á  einum stærsta viðburði félagsins, hvort sem er ríðandi, gangandi  eða akandi. Vonumst til að sjá sem flesta,” segir í tilkynningu frá stjórn Smára.