laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Firmakeppni Gusts frestað!

23. apríl 2010 kl. 10:15

Firmakeppni Gusts frestað!

Firmakeppni Gusts sem fara átti fram nk. laugardag hefur verið frestað til Uppstigningardags, 13. maí nk.
Ástæðan er smitandi hósti í hrossum sem nú hefur skotið upp kollinum í Glaðheimum. Við vonumst auðvitað til að pestin fari hratt og vel í gegnum hverfið svo allir megi njóta vorsins við útreiðar og keppni.

Firmakeppnin verður með hefðbundnu sniði þó síðar verði og við munum minna á hana aftur þegar nær dregur.
 
Hmf. Gustur