sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Firmakeppni Fáks

16. apríl 2012 kl. 10:41

Firmakeppni Fáks

Firmakeppni Fáks verður haldin á sumardaginn fyrsta, nk. fimmtudag 19. apríl, að er fram kemur á heimasíðu félagsins. Skráning fer fram á netinu í vikunni, engin skráningargjöld eru á mótið en skilyrði er snyrtilegur klæðnaður:

 
"Þá verður einnig opið hús hjá félagsmönnum þar sem gestum verður boðið að kynna sér hvað það er að vera hestamaður í Reykjavík. Einnig verður félagsheimilið opið og boðið upp á léttar veitingar.
 
Keppt verður í eftirtöldum flokkum
  • Pollaflokkur
  • Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Ungmennaflokkur
  • Byrjendaflokkur - bæði kyn
  • Konur II
  • Karlar II
  • Konur I
  • Karlar I
 
Einning mun "Par mótsins" verða sérstaklega heiðrað og þar verður klæðnaður, prúðmennska, fas og heildarsvipur hafður að leiðarljósi. Par mótsins getur komið úr hvaða flokki sem er."